BAÐA náttúrulegar baðvörur
BAÐA náttúrulegar baðvörur
Translation missing: is-IS.layout.cart.title 0

Um BAÐA

BAÐA er nýtt vörumerki sem kom til útfrá Uppsprettu nýsköpunarsjóði Haga. 

Við notum ávexti og grænmeti sem fellur til hjá verslunum. Annað hvort eru þetta útlitsgölluð matvara sem hefur orðið fyrir hnjaski eða komin á síðasta söludag.

Við ýmist þurrkum eða maukum matvælin og bætum þeim útí sápuna og notum minna vatn í staðinn. Matvælin sem við notum eru auðvitað stútfull af vítamínum og andoxunerefnum sem eru góð fyrir húðina.  

BAÐA er gríðarlega spennandi og skemmtilegt verkefni þar sem við höfum fengið aukið tækifæri til að sýna samfélagslega ábyrð og sporna gegn matarsóun í samstarfi við HAGA.

BAÐA er stofnað af hjónunum Erlu Gísladóttur og Ólafi Frey Frímannssyni.