Náttúrulegar baðvörur úr hráefnum sem falla til
BAÐA er nýtt vörumerki sem hefur það að markmiði að sýna samfélagslega ábyrgð og sporna gegn matarsóun í samstarfi við matvöruverslanir. Notaðir eru ávextir og grænmeti sem fellur til hjá verslunum í baðvörur. Matvælin sem eru notuð eru auðvitað stútfull af vítamínum og andoxunarefnum sem eru góð fyrir húðina.
Markmið BAÐA
Okkar markmið er að framleiða umhverfisvænar og náttúrulegar gæða baðvörur á góðu verði sem innihalda hráefni sem fellur til í matvælaframleiðslu og í matvörubúðum.